Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu segir markmið sitt alltaf hafa verið að fara í atvinnumennsku. Hún sé þó að einbeita sér að fullu að Evrópumótinu í Hollandi.
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson hafði orð á því á fundi með blaðamönnum í gær að íslenskar stelpur þyrftu að vera fórnfúsar til að komast að hjá stórum félögum í Evrópu. Innhólf hans væri fullt af fyrirspurnum um íslenska leikmenn. Ljóst er að einhverjar þeirra snúa að Ingibjörgu sem hefur spilað vel á mótinu.
„Markmiðið er alltaf að vera í atvinnumennsku og taka það skref,“ sagði Ingibjörg á fundi með blaðamönnum í dag. Hún sé hins vegar með alla einbeitingu á Evrópumótið og svo snúi hún aftur til Breiðabliks og klári Íslandsmótið.
„Ég er ánægð þar og ætla ekki að hugsa út í það (atvinnumennsku) strax,“ sagði Ingibjörg. Hún hafi þó lært afar mikið á Evrópumótinu af því að vera með atvinnumönnum, á borð við Söru Björk og Dagnýju Brynjarsdóttur. Þá hafi hún lært mikið um sína eigin stöðu, miðvörðinn, af kollegum sínum í stöðunni.
„Það var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli,“ sagði Ingibjörg.
„Það hefur verið áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka.“
Athyglin verið áskorun fyrir Ingibjörgu sem ætlar sér í atvinnumennsku
Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar

Mest lesið









Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn

Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti