„Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 13:00 Stelpurnar voru mikið í fjölmiðlum heima áður en þær fóru út og voru orðnar vanar. vísir/tom Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59
Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00
EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30