Heimtar að Putin láti af stuðningi við aðskilnaðarsinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2017 23:33 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það. Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það.
Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38
Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44
Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10