Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er fullt af fyrirspurnum um leikmenn Íslands sem hafa vakið áhuga félagsliða víða.
Edda Garðarsdóttir vill bestu dómarana á EM, hvort sem þeir eru með typpi eða ekki. Það hefur ekki breyst frá því 2009. Þetta og margt fleira í EM í dag sem sjá má hér að neðan.