Stelpurnar okkar eru klárar í næsta leik Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 20:19 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira