Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:47 Á myndinni má sjá London City Airport sem staðsettur 12 km frá miðpunkti Lúndúna, Westminster. Þarna má einnig sjá hvar Reykjavíkurflugvöllur væri staðsettur í London miðað við 1,3 km frá miðpunkti. Björn og Andri Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu. Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu.
Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00