Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 13:31 Hólmfríður segir að Ísland ætli ekki að gefa neitt eftir í næsta leik á móti Austurríki vísir/tom Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vera frábæra tilfinningu að hafa komið inn á í leiknum í gær við Sviss, þrátt fyrir svekkjandi tap. „Það er frábær tilfinning að hafa komið inn á eftir langa fjarveru og ég var mjög spennt að koma inn á og er bara mjög ánægð,“ sagði Hólmfríður í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Leikurinn í gær var mjög harður og leikmenn létu finna mikið fyrir sér en Hólmfríður er einmitt þekkt fyrir að gefa ekkert eftir inn á vellinum. Hólmfríður fékk all svakalega að finna fyrir því þegar að Lara Dickenmann, leikmaður Sviss, kippti Hólmfríði niður. „Það er allt annað að spila hart en þegar að þú ert að fara mikið í líkamann á leikmönnum þá er það náttúrulega bara spjöld en hún átti klárlega að fá annað gula spjaldið sitt í leiknum. Ég er búin að horfa á þetta aftur, hún fer bara í líkamann á mér og á engan séns í boltann. Þetta var náttúrulega bara illa dæmt en svona er þetta, þetta féll ekki með okkur og við þurfum bara að taka því,“ sagði Hólmfríður. Tapið í gær var mjög svekkjandi og leikmenn íslenska liðsins voru mjög vonsviknar með niðurstöðuna úr leiknum. Aðspurð um hvernig það gengi að ná sér upp eftir svona leik sagði Hólmfríður að allir leikmenn liðsins hugsi um næsta leik. „Við vitum núna að við erum úr leik á mótinu en við eigum einn leik eftir og við ætlum bara að spila þann leik og vinna hann og fara héðan stoltar af þessu móti, líka bara fyrir okkur, fyrir allt starfsliðið sem er að vinna frábæra vinnu í kringum okkur leikmennina og svo stuðningsmennina sem eru búnir að vera frábærir og líka heima á Íslandi, maður finnur bara fyrir stuðningi úr öllum áttum. Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt okkar eftir á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður ákveðin. Hólmfríður spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum í gær og átti mjög góða innkomu. Hún var mikið í boltanum og spilaði fínan leik en hún segist hafa mikið sjálfstraust í landsliðinu. „Ég er náttúrulega með frábæra þjálfara hér í kringum mig sem efla mann með hverjum deginum. Freysi er nattúrulega frábær í að styðja við mann og að búa til þessa liðsheild sem hann er búinn að gera, maður hefur alltaf trú á að maður er með þeim bestu hérna þrátt fyrir það að maður sé ekki að byrja leik, þá er þetta einhvern vegin svo þjappaður hópur að maður hefur fulla trú á sjálfum sér,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vera frábæra tilfinningu að hafa komið inn á í leiknum í gær við Sviss, þrátt fyrir svekkjandi tap. „Það er frábær tilfinning að hafa komið inn á eftir langa fjarveru og ég var mjög spennt að koma inn á og er bara mjög ánægð,“ sagði Hólmfríður í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Leikurinn í gær var mjög harður og leikmenn létu finna mikið fyrir sér en Hólmfríður er einmitt þekkt fyrir að gefa ekkert eftir inn á vellinum. Hólmfríður fékk all svakalega að finna fyrir því þegar að Lara Dickenmann, leikmaður Sviss, kippti Hólmfríði niður. „Það er allt annað að spila hart en þegar að þú ert að fara mikið í líkamann á leikmönnum þá er það náttúrulega bara spjöld en hún átti klárlega að fá annað gula spjaldið sitt í leiknum. Ég er búin að horfa á þetta aftur, hún fer bara í líkamann á mér og á engan séns í boltann. Þetta var náttúrulega bara illa dæmt en svona er þetta, þetta féll ekki með okkur og við þurfum bara að taka því,“ sagði Hólmfríður. Tapið í gær var mjög svekkjandi og leikmenn íslenska liðsins voru mjög vonsviknar með niðurstöðuna úr leiknum. Aðspurð um hvernig það gengi að ná sér upp eftir svona leik sagði Hólmfríður að allir leikmenn liðsins hugsi um næsta leik. „Við vitum núna að við erum úr leik á mótinu en við eigum einn leik eftir og við ætlum bara að spila þann leik og vinna hann og fara héðan stoltar af þessu móti, líka bara fyrir okkur, fyrir allt starfsliðið sem er að vinna frábæra vinnu í kringum okkur leikmennina og svo stuðningsmennina sem eru búnir að vera frábærir og líka heima á Íslandi, maður finnur bara fyrir stuðningi úr öllum áttum. Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt okkar eftir á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður ákveðin. Hólmfríður spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum í gær og átti mjög góða innkomu. Hún var mikið í boltanum og spilaði fínan leik en hún segist hafa mikið sjálfstraust í landsliðinu. „Ég er náttúrulega með frábæra þjálfara hér í kringum mig sem efla mann með hverjum deginum. Freysi er nattúrulega frábær í að styðja við mann og að búa til þessa liðsheild sem hann er búinn að gera, maður hefur alltaf trú á að maður er með þeim bestu hérna þrátt fyrir það að maður sé ekki að byrja leik, þá er þetta einhvern vegin svo þjappaður hópur að maður hefur fulla trú á sjálfum sér,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38