Að duga eða drepast fyrir Chris Weidman Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Weidman eftir þriðja tapið í röð. Vísir/Getty Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum. Í júlí 2013 kom Chris Weidman öllum á óvart þegar hann rotaði goðsögnina Anderson Silva í 2. lotu. Fram að þessu hafði Anderson Silva unnið alla 16 bardaga sína í UFC á meðan þetta var aðeins tíundi bardagi Weidman á ferlinum. Weidman mætti Anderson Silva aftur í endurati og fór aftur með sigur af hólmi en í þetta sinn eftir fótbrot Silva. Hann hélt brasilísku sigurgöngunni áfram með því að vinna þá Lyoto Machida og Vitor Belfort. Síðan þá hefur fallið verið hratt. Weidman tapaði fyrir Luke Rockhold í desember 2015 og tapaði þar með millivigtarbeltinu sem hann vann af Anderson Silva. Þetta var hans fyrsta tap á ferlinum í MMA og hefur honum ekki enn tekist að rétta úr kútnum. Weidman átti að fá annað tækifæri gegn Rockhold í maí 2016 en tveimur vikum fyrir bardagann meiddist Weidman. Michael Bisping kom inn í hans stað og sáum við einhver óvæntustu úrslit allra tíma þegar hann rotaði Luke Rockhold. Bisping er enn með beltið og hefur valdatíð hans í millivigtinni verið ansi furðuleg. Weidman fékk erfiðan bardaga í endurkomu sinni þegar hann mætti Yoel Romero í nóvember í fyrra. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann en át fljúgandi hné frá Romero í 3. lotu. Það sem verra var að bardaginn fór fram í Madison Square Garden í New York en þar hafði Weidman dreymt um að berjast í áraraðir. Vandræðin héldu áfram er hann mætti Gegard Mousasi í Buffalo í New York. Dómarinn taldi að Weidman hefði fengið ólöglegt hné í höfuðið og gerði hlé á bardaganum. Dómarinn fékk síðar þær upplýsingar að höggin hefðu verið lögleg en á sama tíma hafði læknir úrskurðað Weidman ófæran um að halda áfram. Í fyrstu hélt Weidman að hann væri að fara að vinna þar sem Mousasi yrði dæmdur úr leik. Þess í stað var Mousasi krýndur sigurvegari enda var Weidman talinn ófær um að halda áfram eftir lögleg hnéspörk. Þriðja tapið í röð staðreynd. Það yrði enn eitt áfallið ef Weidman tapar fjórða bardaganum í röð og hreinlega verður hann að vinna í kvöld. Kelvin Gastelum hefur verið á góðu skriði undanfarið og verður erfitt próf fyrir Weidman. Gastelum er aðeins 25 ára og hefur litið vel út í millivigtinni eftir að hann færði sig þar upp. Kapparnir mætast í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Long Island í kvöld. Þetta verður þriðji bardagi Weidman í röð í New York og enn á hann eftir að næla sér í sigur í sínu heimaríki. Það má því segja að það sé að duga eða drepast fyrir Weidman ef hann ætlar að koma sér fljótt aftur í titilbaráttuna. Hann mun sennilega halda starfi sínu í UFC þrátt fyrir tap en vegurinn að titlinum yrði ansi langur eftir fjögur töp í röð. Sigur yrði mikill léttir fyrir Weidman en verður ekki nóg til að sýna að hann sé aftur orðinn sami maður og var besti millivigtarmaður heims. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í nótt þar sem fjórir bardagar verða á dagskrá. Bein útsending hefst á miðnætti. MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum. Í júlí 2013 kom Chris Weidman öllum á óvart þegar hann rotaði goðsögnina Anderson Silva í 2. lotu. Fram að þessu hafði Anderson Silva unnið alla 16 bardaga sína í UFC á meðan þetta var aðeins tíundi bardagi Weidman á ferlinum. Weidman mætti Anderson Silva aftur í endurati og fór aftur með sigur af hólmi en í þetta sinn eftir fótbrot Silva. Hann hélt brasilísku sigurgöngunni áfram með því að vinna þá Lyoto Machida og Vitor Belfort. Síðan þá hefur fallið verið hratt. Weidman tapaði fyrir Luke Rockhold í desember 2015 og tapaði þar með millivigtarbeltinu sem hann vann af Anderson Silva. Þetta var hans fyrsta tap á ferlinum í MMA og hefur honum ekki enn tekist að rétta úr kútnum. Weidman átti að fá annað tækifæri gegn Rockhold í maí 2016 en tveimur vikum fyrir bardagann meiddist Weidman. Michael Bisping kom inn í hans stað og sáum við einhver óvæntustu úrslit allra tíma þegar hann rotaði Luke Rockhold. Bisping er enn með beltið og hefur valdatíð hans í millivigtinni verið ansi furðuleg. Weidman fékk erfiðan bardaga í endurkomu sinni þegar hann mætti Yoel Romero í nóvember í fyrra. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann en át fljúgandi hné frá Romero í 3. lotu. Það sem verra var að bardaginn fór fram í Madison Square Garden í New York en þar hafði Weidman dreymt um að berjast í áraraðir. Vandræðin héldu áfram er hann mætti Gegard Mousasi í Buffalo í New York. Dómarinn taldi að Weidman hefði fengið ólöglegt hné í höfuðið og gerði hlé á bardaganum. Dómarinn fékk síðar þær upplýsingar að höggin hefðu verið lögleg en á sama tíma hafði læknir úrskurðað Weidman ófæran um að halda áfram. Í fyrstu hélt Weidman að hann væri að fara að vinna þar sem Mousasi yrði dæmdur úr leik. Þess í stað var Mousasi krýndur sigurvegari enda var Weidman talinn ófær um að halda áfram eftir lögleg hnéspörk. Þriðja tapið í röð staðreynd. Það yrði enn eitt áfallið ef Weidman tapar fjórða bardaganum í röð og hreinlega verður hann að vinna í kvöld. Kelvin Gastelum hefur verið á góðu skriði undanfarið og verður erfitt próf fyrir Weidman. Gastelum er aðeins 25 ára og hefur litið vel út í millivigtinni eftir að hann færði sig þar upp. Kapparnir mætast í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Long Island í kvöld. Þetta verður þriðji bardagi Weidman í röð í New York og enn á hann eftir að næla sér í sigur í sínu heimaríki. Það má því segja að það sé að duga eða drepast fyrir Weidman ef hann ætlar að koma sér fljótt aftur í titilbaráttuna. Hann mun sennilega halda starfi sínu í UFC þrátt fyrir tap en vegurinn að titlinum yrði ansi langur eftir fjögur töp í röð. Sigur yrði mikill léttir fyrir Weidman en verður ekki nóg til að sýna að hann sé aftur orðinn sami maður og var besti millivigtarmaður heims. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í nótt þar sem fjórir bardagar verða á dagskrá. Bein útsending hefst á miðnætti.
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira