Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 14:28 Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn landsliðsins eftir 1-0 tapið gegn Frökkum í Tilburg. Vísir/Vilhelm Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn