Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn með Frey, Sif og Glódísi

Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm
Vísir er með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Doetinchem fyrir leik stelpnanna okkar á móti Sviss á morgun.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, situr fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Sif Atladóttur, sem Fréttablaðið og Vísir valdi mann leiksins á móti Frakklandi, og kollega sínum í vörninni, Glódísi Perlu Viggósdóttur.

Bæði Ísland og Sviss töpuðu í fyrstu umferð Evrópumótsins, 1-0. Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 1-0, en Sviss tapaði fyrir Austurríki, 1-0. Það verður því mikið undir í leiknum á morgun.

Uppfært klukkan 14:30. Útsendingunni er lokið en hér að neðan má sjá textalýsinguna frá blaðamanni Vísis á svæðinu ásamt upptöku frá fundinum.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.


Tengdar fréttir

Markahrókur í miðverðinum hjá íslenska landsliðinu

Glódís Perla Viggósdóttir segir íslenska kvennalandsliðið betra núna en þegar það mætti Sviss síðast. Það er líka eins gott því síðustu leikir gegn svissneska liðinu hafa ekki farið vel. Íslandi gengur illa að skora en sjálf var Glódís markahrókur á árum áður.

EM bara Símamótið á sterum

Agla María Albertsdóttir er aðeins sautján ára en hefur á afar skömmum tíma stimplað sig inn í landslið Íslands í knattspyrnu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik í apríl og sinn fimmta í 1-0 tapinu fyrir Frakklandi á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×