Salka Valsdóttir er einn af tveimur meðlimum í hljómsveitinni CYBER.MYND/ Hrefna Björg Gylfadóttir
Það er Salka Valsdóttir sem setur lagalista Lífsins saman í þetta sinn. Hún er þessa stundina að vinna plötu með hljómsveit sinni CYBER. „Platan heitir Horror og þessi lagalisti er hryllingsinnblásinn fyrir vikið. Ég mæli með honum í rigningunni og rokinu í sumar!“