Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. júlí 2017 15:45 Hér má sjá hendur drengsins eftir að dágóður tími er liðinn frá því að brunasárin byrjuðu að myndast. Sárin á vinstri hendi eru byrjuð að gróa. Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira