EM-ævintýri norsku stelpnanna er svo gott sem á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2017 17:45 Belgísku stelpurnar fagna markinu sem átti aldrei að standa. vísir/getty Norska kvennalandsliðið á litla sem enga möguleika á því að upp úr sínum riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Hollandi þrátt fyrir að liðið eigi enn einn leik eftir. Belgía vann 2-0 sigur á Noregi í fyrri leik dagsins á EM þar sem fyrra mark Belganna var kolólöglegt. Þetta yrði þá í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Norðmenn komast ekki upp úr riðli sínum á Evrópumótinu en norska liðið hafði komist í undanúrslitin á síðustu fjórum Evrópumótum kvenna. Noregur og Belgía töpuðu bæði 1-0 í fyrsta leik sínum á mótinu og máttu því alls ekki tapa í kvöld því þá væri möguleiki á sæti í átta liða úrslitunum nánast úr sögunni. Norska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir leik þegar María Þórisdóttir, sem átti að vera í byrjunarliðinu, meiddist í upphitun og gat af þeim sökum ekki verið með í leiknum. Það er ljóst að þær söknuðu Maríu í mörkunum sem Belgarnir skoruðu í þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur þrátt fyrir markaleysi. Bæði liðin fengu færi þau bestu áttu Caroline Graham Hansen hjá Noregi og Tine De Caigny hjá Belgíu. Caroline Graham Hansen var stórhættuleg í sóknaraðgerðum Norðmanna en liðsfélagar hennar náðu ekki að nýta sér fyrirgjafir hennar. Belgíska liðið var meira með boltann í fyrri hálfleiknum en norsku stelpurnar sköpuðu sér hættulegri færi. Það voru síðan Belgarnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins í seinni hálfleiknum en það mark átti aldrei að standa þar sem markaskorarinn var rangstæður. Markið kom á 59. mínútu þegar Elke Van Gorp fylgdi á eftir skalla Tessu Wullaert. Van Gorp var hinsvegar fyrir innan þegar Wullaert skallaði á markið. Ingrid Hjelmseth tókst ekki að halda boltanum og Van Gorp fylgdi á eftir og skoraði. Belgíska liðið bætti síðan við öðru marki á 67. mínútu og þaðmark var löglegt. Norsku stelpurnar sofnuðu þá algjörlega á verðinum eftir innkast inn á teiginn. Boltinn skoppaði í teignum og til Janice Cayman sem skallaði boltann í netið. Norðmenn náðu ekki að svara og urðu að sætta sig við tap og þá staðreynd að liðið á nú næstum því enga möguleika á því að komast áfram. Sá möguleiki væri endanlega úr sögunni geri Holland og Danmörk jafntefli á eftir. EM 2017 í Hollandi
Norska kvennalandsliðið á litla sem enga möguleika á því að upp úr sínum riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Hollandi þrátt fyrir að liðið eigi enn einn leik eftir. Belgía vann 2-0 sigur á Noregi í fyrri leik dagsins á EM þar sem fyrra mark Belganna var kolólöglegt. Þetta yrði þá í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Norðmenn komast ekki upp úr riðli sínum á Evrópumótinu en norska liðið hafði komist í undanúrslitin á síðustu fjórum Evrópumótum kvenna. Noregur og Belgía töpuðu bæði 1-0 í fyrsta leik sínum á mótinu og máttu því alls ekki tapa í kvöld því þá væri möguleiki á sæti í átta liða úrslitunum nánast úr sögunni. Norska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir leik þegar María Þórisdóttir, sem átti að vera í byrjunarliðinu, meiddist í upphitun og gat af þeim sökum ekki verið með í leiknum. Það er ljóst að þær söknuðu Maríu í mörkunum sem Belgarnir skoruðu í þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur þrátt fyrir markaleysi. Bæði liðin fengu færi þau bestu áttu Caroline Graham Hansen hjá Noregi og Tine De Caigny hjá Belgíu. Caroline Graham Hansen var stórhættuleg í sóknaraðgerðum Norðmanna en liðsfélagar hennar náðu ekki að nýta sér fyrirgjafir hennar. Belgíska liðið var meira með boltann í fyrri hálfleiknum en norsku stelpurnar sköpuðu sér hættulegri færi. Það voru síðan Belgarnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins í seinni hálfleiknum en það mark átti aldrei að standa þar sem markaskorarinn var rangstæður. Markið kom á 59. mínútu þegar Elke Van Gorp fylgdi á eftir skalla Tessu Wullaert. Van Gorp var hinsvegar fyrir innan þegar Wullaert skallaði á markið. Ingrid Hjelmseth tókst ekki að halda boltanum og Van Gorp fylgdi á eftir og skoraði. Belgíska liðið bætti síðan við öðru marki á 67. mínútu og þaðmark var löglegt. Norsku stelpurnar sofnuðu þá algjörlega á verðinum eftir innkast inn á teiginn. Boltinn skoppaði í teignum og til Janice Cayman sem skallaði boltann í netið. Norðmenn náðu ekki að svara og urðu að sætta sig við tap og þá staðreynd að liðið á nú næstum því enga möguleika á því að komast áfram. Sá möguleiki væri endanlega úr sögunni geri Holland og Danmörk jafntefli á eftir.