Sauðfjárbændur óánægðir með viðbrögð ráðherra við forsendubresti Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 13:01 Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira