Líkur á að Sísí fríkar út verði spilað vinnist sigur á Sviss Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur bara gaman af tilvísunum í að Sísí fríki út. Vísir/Tom Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira