Má fjármálaráðherra hafna krónunni? Benedikt Jóhannesson skrifar 20. júlí 2017 07:00 Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utanríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti. Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann. Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu. Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga áratugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir. En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráðherrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru. Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er.Höfundur er fjármálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utanríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti. Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann. Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu. Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga áratugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir. En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráðherrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru. Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er.Höfundur er fjármálaráðherra
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun