Costco gert að merkja efnavöru eftir kvartanir frá keppinautum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí síðastliðinn. vísir/eyþór Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira