Jon Jones með magnaða endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2017 07:06 Vísir/Getty UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45
Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00