Svona var tekið á móti Evrópumeisturunum í Hollandi | Magnað myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 09:30 Frábær stemning í Amsterdam. Vísir/AFP Hollendingar máluðu ekki bæinn rauðann í gær heldur appelsínugulan. Það var frábærlega tekið á móti nýkrýndum Evrópumeisturum í hollenska kvennalandsliðinu í fótbolta í miðborg Amsterdam. Hollendingar hafa ekki áður eignast Evrópumeistara í kvennafótboltanum og þetta er jafnframt fyrsta meistaralið Hollendinga síðan að Ruud Gullit og Marco Van Basten fóru á kostum með Hollandi á EM karla 1988. Hollensku stelpurnar unnu alla sex leiki sína á Evrópumótinu og skoruðu í þeim þrettán mörk. Þær unnu 4-2 sigur á Dönum í úrslitaleiknum en slógu England út úr undanúrslitunum og Svía út í átta liða úrslitum. Það hefur því mikið breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin síðan að íslenska liðið skildi það hollenska eftir í riðlakeppninni á EM í Svíþjóð 2013. Hollenska knattspyrnusambandið tók saman myndbönd sem sýndu vel þessar frábæru móttökur sem stelpurnar fengu og það er óhætt að segja að Hollendingar séu stoltir af knattspyrnukonum sínum í dag. Þær sigldu fyrst um á síkjunum í Amsterdam og svo var sigurhátíð þar færri komust að en vildu. Appelsínuguli liturinn var að sjálfsögðu mjög áberandi. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá deginum.| Aftermovie huldiging @oranjevrouwen Geniet nog een keer na van het fantastische feest dat een dag geleden in Utrecht plaatsvond. #OnsEKpic.twitter.com/K1OftiQn7f — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017Wat was de huldiging van de @oranjevrouwen prachtig gisteren... #huldiging#OnsEK Later vandaag meer beelden! pic.twitter.com/JzWn7Fh8JG — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Hollendingar máluðu ekki bæinn rauðann í gær heldur appelsínugulan. Það var frábærlega tekið á móti nýkrýndum Evrópumeisturum í hollenska kvennalandsliðinu í fótbolta í miðborg Amsterdam. Hollendingar hafa ekki áður eignast Evrópumeistara í kvennafótboltanum og þetta er jafnframt fyrsta meistaralið Hollendinga síðan að Ruud Gullit og Marco Van Basten fóru á kostum með Hollandi á EM karla 1988. Hollensku stelpurnar unnu alla sex leiki sína á Evrópumótinu og skoruðu í þeim þrettán mörk. Þær unnu 4-2 sigur á Dönum í úrslitaleiknum en slógu England út úr undanúrslitunum og Svía út í átta liða úrslitum. Það hefur því mikið breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin síðan að íslenska liðið skildi það hollenska eftir í riðlakeppninni á EM í Svíþjóð 2013. Hollenska knattspyrnusambandið tók saman myndbönd sem sýndu vel þessar frábæru móttökur sem stelpurnar fengu og það er óhætt að segja að Hollendingar séu stoltir af knattspyrnukonum sínum í dag. Þær sigldu fyrst um á síkjunum í Amsterdam og svo var sigurhátíð þar færri komust að en vildu. Appelsínuguli liturinn var að sjálfsögðu mjög áberandi. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá deginum.| Aftermovie huldiging @oranjevrouwen Geniet nog een keer na van het fantastische feest dat een dag geleden in Utrecht plaatsvond. #OnsEKpic.twitter.com/K1OftiQn7f — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017Wat was de huldiging van de @oranjevrouwen prachtig gisteren... #huldiging#OnsEK Later vandaag meer beelden! pic.twitter.com/JzWn7Fh8JG — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira