Nakajima klæddist búningi sem var yfir hundrað kíló og glæddi risaeðluna lífi. Sjálfur sagði Nakajima að það hefði verð ansi heitt inn í búningnum eða um 60 gráður. Það má því teljast afrek að Nakajima hafi tekist að leika risaeðluna í öll þessi ár.
Risaeðlan kom, eins og áður sagði, fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 og átti að tákna þá hættu sem heiminum stafaði af kjarnorkuvopnum. Risaeðlan átti að hafa orðið til fyrir tilstilli kjarnorkusprengju sem sprakk í Kyrrahafinu. Godzilla vitnaði því í atburði áranna áður þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku eyjarnar Hiroshima og Nagasaki.
Nakajima lék einnig í kvikmyndinni Seven Samurai.