Persónuupplýsingum um stjörnur Game of Thrones lekið á netið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Já halló, er þetta Tyrion? Vísir Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna. Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna.
Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35