Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Innkoma bandaríska risans Costco á íslenskan markað hefur haft umtalsverð áhrif. Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí. vísir/eyþór Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00