Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un fylgdist með nýjasta tilraunaskoti Norður-Kóreu í lok júlí. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. Átti hann með honum fund á Filippseyjum í morgun. BBC greinir frá. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í gær refsiaðgerðir í formi viðskiptahafta á Norður-Kóreu vegna fjölda flugskeytaprófana. Hvatti hann Ri Yang til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega.Þarfar refisaðgerðir Wang Yi er sagður hafa hvatt til samræðna á milli ríkjanna og að hann hafi hvatt yfirvöld í Norður Kórey til að vera róleg og ekki að ögra alþjóðasamfélaginu með frekari prófunum. Þá sagði hann einnig að refsiaðgerðirnar sem samþykktar voru hafi ekki verð endanlegt markmið en þeirra hafi samt sem áður verið þörf miðað við aðstæður. Ekki hefur komið fram hverju Ri Yang svaraði. Wang Yi hvatti sömuleiðis Bandaríkin og yfirvöld í Suður-Kóreu til að byggja ekki upp frekari spennu á milli landanna þar sem allt væri á suðupunkti eins og er. Haft var eftir fulltrúa Bandaríkjanna í öryggisráðinu, Nikki Haley, að Norður-Kórea stæði nú frammi fyrir einum að ströngustu refsiaðgerðum sem nokkuð land hefði þurft að þola á tímum þessarar kynslóðar.Bandaríkin umvafin eldi Norður-kóresk yfirvöld hafa ekki sent frá sé yfirlýsingu vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Hins vegar hefur BBC eftir fjölmiðli í Norður-Kóreu, Rodong Sinmun, sem sagði að ráðstafanir teknar af yfirvöldum í Bandaríkjunum myndu leiða til þess að Bandaríkin myndu verða umvafin ólýsanlegum eldi. Málefni Norður-Kóreu verða frekar rædd þegar 27 lönd koma saman á ráðstefnu landa sem staðsett eru í Asíu. Þá hafa tíu lönd sem taka þátt í ráðstefnunni sent út frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau hafi miklar áhyggjur af ástandinu í Norður-Kóreu og flugskeytaprófunum þeirra sem þau segja ógna friði og öryggi. Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. Átti hann með honum fund á Filippseyjum í morgun. BBC greinir frá. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í gær refsiaðgerðir í formi viðskiptahafta á Norður-Kóreu vegna fjölda flugskeytaprófana. Hvatti hann Ri Yang til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega.Þarfar refisaðgerðir Wang Yi er sagður hafa hvatt til samræðna á milli ríkjanna og að hann hafi hvatt yfirvöld í Norður Kórey til að vera róleg og ekki að ögra alþjóðasamfélaginu með frekari prófunum. Þá sagði hann einnig að refsiaðgerðirnar sem samþykktar voru hafi ekki verð endanlegt markmið en þeirra hafi samt sem áður verið þörf miðað við aðstæður. Ekki hefur komið fram hverju Ri Yang svaraði. Wang Yi hvatti sömuleiðis Bandaríkin og yfirvöld í Suður-Kóreu til að byggja ekki upp frekari spennu á milli landanna þar sem allt væri á suðupunkti eins og er. Haft var eftir fulltrúa Bandaríkjanna í öryggisráðinu, Nikki Haley, að Norður-Kórea stæði nú frammi fyrir einum að ströngustu refsiaðgerðum sem nokkuð land hefði þurft að þola á tímum þessarar kynslóðar.Bandaríkin umvafin eldi Norður-kóresk yfirvöld hafa ekki sent frá sé yfirlýsingu vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Hins vegar hefur BBC eftir fjölmiðli í Norður-Kóreu, Rodong Sinmun, sem sagði að ráðstafanir teknar af yfirvöldum í Bandaríkjunum myndu leiða til þess að Bandaríkin myndu verða umvafin ólýsanlegum eldi. Málefni Norður-Kóreu verða frekar rædd þegar 27 lönd koma saman á ráðstefnu landa sem staðsett eru í Asíu. Þá hafa tíu lönd sem taka þátt í ráðstefnunni sent út frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau hafi miklar áhyggjur af ástandinu í Norður-Kóreu og flugskeytaprófunum þeirra sem þau segja ógna friði og öryggi.
Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira