Fjórir Íslendingar inn á topp tíu eftir fyrsta dag heimsleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 08:15 Annie Mist Þórisdóttir sigraði á heimsleikunum árið 2011 og 2012. Hún er sá einstaklingur sem oftast hefur unnið grein á leikunum. Mynd/Fésbókarsíða The CrossFit Games Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03
Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16
Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45
Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð