Golf

Ólafía í öflugum ráshópi á Opna breska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía spilaði vel í Skotlandi um síðustu helgi.
Ólafía spilaði vel í Skotlandi um síðustu helgi. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður í sterkum ráshópi þegar hún hefur leik á sínu öðru risamóti í ár, Opna breska meistaramótinu sem fer fram í Skotlandi.

Ólafía er í hópi með Laura Diaz og Jennifer Song sem báðar hafa mikla reynslu af LPGA-mótaröðinni. Diaz er 42 ára Bandaríkjamaður sem á tvo sigra á mótaröðinni á ferlinum. Besti árangur hennar á stórmóti er annað sæti á PGA-meistaramóatinu árið 2001.

Song er frá Suður-Kóreu en fæddist í Bandaríkjunum og er því með tvöfalt ríkisfang. Hún vann tvö mót á Symetra-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Bandaríkjunum, en hefur með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni síðan 2011. Song er 27 ára gömlu.

Ólafía er á sínu fyrsta ári á LPGA-mótaröðinni en vegnaði sérstaklega vel í júlí þar sem hún komst í gegnum niðurskurðinn í þremur mótum og endaði í þrettánda sæti á Opna skoska um síðustu helgi.

Þær hefja leik klukkan 12.49 á fimmtudag og klukkan 08.09 á föstudag.

Sýnt verður frá mótinu alla keppnisdaga á Golfstöðinni. Útsending á fimmtudag og föstudag hefst klukkan 10.00 en 11.00 á laugardag og sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×