Þessar þénuðu mest í Hollywood á leikárinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 13:52 Það væsir ekki um þessar, fjárhagslega. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Emma Stone er hæstlaunaða leikkonan í Hollywood á liðnu ári, að því er fram kemur á lista Forbes yfir hæstlaunuðustu leikkonur 2016-2017. Jennfer Aniston kemur fast á hæla hennar í öðru sæti og Jennifer Lawrence nælir í þriðja sætið. Tekjur Emmu Stone jukust um 160 prósent frá síðasta lista en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala (2,8 milljarða íslenskra króna) frá júní 2016 og til júní 2017, miðað við 10 milljónir dala við síðustu mælingu. Stærsti hluti teknanna skrifaðist á hlutverk leikkonunnar í kvikmyndinni La La Land. Jennifer Aniston hreppti annað sætið með 25,5 milljónir Bandaríkjadala (2,7 milljarða íslenskra króna) í tekjur á tímabilinu. Samningar hennar við Smartwater, Aveeno og Emirates-flugfélagið skiluðu henni bróðurparti summunnar. Jennifer Lawrence, sem átti toppsæti listans síðustu tvö ár, renndi sér niður í þriðja sætið með 24 milljónir dala (2,6 milljarða íslenskra króna) í tekjur síðan í júní á síðasta ári. Fyrri ár naut hún góðs af hlutverki sínu í Hungurleika-seríunni. Þá var Emma Watson í sjötta sæti en hún þénaði 14 milljónir (1,5 milljarð íslenskra króna) Bandaríkjadala á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær inn á lista Forbes og hún er jafnframt eina breska leikkonan á listanum. Í fjórða sæti var leikkonan Melissa McCarthy og Mila Kunis í því fimmta. Þá náðu Charlize Theron, Cate Blanchett, Julia Roberts og Amy Adams einnig inn á listann. Lista Forbes yfir hæstlaunuðu leikkonur Hollywood má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríska leikkonan Emma Stone er hæstlaunaða leikkonan í Hollywood á liðnu ári, að því er fram kemur á lista Forbes yfir hæstlaunuðustu leikkonur 2016-2017. Jennfer Aniston kemur fast á hæla hennar í öðru sæti og Jennifer Lawrence nælir í þriðja sætið. Tekjur Emmu Stone jukust um 160 prósent frá síðasta lista en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala (2,8 milljarða íslenskra króna) frá júní 2016 og til júní 2017, miðað við 10 milljónir dala við síðustu mælingu. Stærsti hluti teknanna skrifaðist á hlutverk leikkonunnar í kvikmyndinni La La Land. Jennifer Aniston hreppti annað sætið með 25,5 milljónir Bandaríkjadala (2,7 milljarða íslenskra króna) í tekjur á tímabilinu. Samningar hennar við Smartwater, Aveeno og Emirates-flugfélagið skiluðu henni bróðurparti summunnar. Jennifer Lawrence, sem átti toppsæti listans síðustu tvö ár, renndi sér niður í þriðja sætið með 24 milljónir dala (2,6 milljarða íslenskra króna) í tekjur síðan í júní á síðasta ári. Fyrri ár naut hún góðs af hlutverki sínu í Hungurleika-seríunni. Þá var Emma Watson í sjötta sæti en hún þénaði 14 milljónir (1,5 milljarð íslenskra króna) Bandaríkjadala á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær inn á lista Forbes og hún er jafnframt eina breska leikkonan á listanum. Í fjórða sæti var leikkonan Melissa McCarthy og Mila Kunis í því fimmta. Þá náðu Charlize Theron, Cate Blanchett, Julia Roberts og Amy Adams einnig inn á listann. Lista Forbes yfir hæstlaunuðu leikkonur Hollywood má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög