Fylgdu stuttu þingi eftir með lengsta sumarfríinu í áratug Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fundaði ekki í 41 dag í sumar. vísir/anton Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira