Fjöldagrafir íslenskunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Tækninni fleytir geipilega fram. Hún tekur risastór stökk á hverjum degi og ef maður ætlar að taka þátt í samfélaginu verður maður að halda í við hana. Ekki síst hér á Íslandi. En hvernig eru framtíðarhorfurnar ef tæknin, sem opnar heiminn svona rækilega fyrir okkur, talar ekki tungumálið okkar? Þegar tungumálið okkar er svo lítið, talað af svo fáum í stóra samhenginu, að það virðist ekki borga sig að kenna tækninni það. Þegar tafarlaust gróðatækifæri er ekki í augsýn. Ég held til dæmis að íslenskar gæsalappir verði eitt af því fyrsta sem við jarðsetjum. Frænkur þeirra, “þær ensku”, eru nú þegar byrjaðar að ganga af þeim dauðum. Þær eru töluvert þekktari, koma betur fyrir, og eru auðveldari í notkun á næstum öllum lyklaborðum. Næst verða samsett orð líklega lögð til hinstu hvílu. Banamein: Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður sem slítur þau í sundur svo blóðið spýtist. Það þarf tvær grafir – aðra fyrir „flugvallar“ og hin fyrir „starfsmann“. Svo verða það kannski broddstafirnir. A, o og i herða takið á hálsi á, ó og í. Að lokum er síðasti andardrátturinn dreginn, það tekur því ekki að hengja kommuna á. Þar á eftir gefur þ upp öndina. Næst ákveðinn greinir. Og svo framvegis. En ég meina, er hægt að búast við öðru en fjöldagröfum þegar góð, vönduð íslensk orðabók er ekki einu sinni aðgengileg öllum, ókeypis, á netinu? Þegar fyrst núna er verið að setja saman neyðarnefndir til að sporna við hnignun tungumálsins? Ég vona bara, fyrir mitt leyti, að við séum ekki of sein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór
Tækninni fleytir geipilega fram. Hún tekur risastór stökk á hverjum degi og ef maður ætlar að taka þátt í samfélaginu verður maður að halda í við hana. Ekki síst hér á Íslandi. En hvernig eru framtíðarhorfurnar ef tæknin, sem opnar heiminn svona rækilega fyrir okkur, talar ekki tungumálið okkar? Þegar tungumálið okkar er svo lítið, talað af svo fáum í stóra samhenginu, að það virðist ekki borga sig að kenna tækninni það. Þegar tafarlaust gróðatækifæri er ekki í augsýn. Ég held til dæmis að íslenskar gæsalappir verði eitt af því fyrsta sem við jarðsetjum. Frænkur þeirra, “þær ensku”, eru nú þegar byrjaðar að ganga af þeim dauðum. Þær eru töluvert þekktari, koma betur fyrir, og eru auðveldari í notkun á næstum öllum lyklaborðum. Næst verða samsett orð líklega lögð til hinstu hvílu. Banamein: Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður sem slítur þau í sundur svo blóðið spýtist. Það þarf tvær grafir – aðra fyrir „flugvallar“ og hin fyrir „starfsmann“. Svo verða það kannski broddstafirnir. A, o og i herða takið á hálsi á, ó og í. Að lokum er síðasti andardrátturinn dreginn, það tekur því ekki að hengja kommuna á. Þar á eftir gefur þ upp öndina. Næst ákveðinn greinir. Og svo framvegis. En ég meina, er hægt að búast við öðru en fjöldagröfum þegar góð, vönduð íslensk orðabók er ekki einu sinni aðgengileg öllum, ókeypis, á netinu? Þegar fyrst núna er verið að setja saman neyðarnefndir til að sporna við hnignun tungumálsins? Ég vona bara, fyrir mitt leyti, að við séum ekki of sein.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun