Formaður bæjarráðs segir Reykjanesbæ lifa af án Sameinaðs Silicons Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon vísir/anton brink Sameinað Silicon ehf., sem á og rekur kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri verksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá United Silicon. Heimildin miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánardrottna en vegna rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi eiga erfitt með að standa í skilum við skuldareigendur. „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. Friðjón segir traustan rekstur verksmiðjunnar skipta bæjarfélagið miklu. „Það skiptir hundruðum milljóna fyrir Reykjanesbæ, en ekki á kostnað íbúanna eða samfélagsins. Við lifum það alveg af ef ekki er hægt að gera þetta í takti við lög og reglur.“ Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðjunnar frá því að hún var ræst í nóvember 2016. Íbúar í grennd við verksmiðjuna hafa kvartað undan mengun frá henni og hefur Umhverfisstofnun fylgst náið með stöðunni. Þá hefur tvívegis komið upp eldur í verksmiðjunni. „Núna er bara óskandi að það verði ekki samið við þá og lífeyrissjóðirnir okkar verði ekki samþykkir því að peningarnir okkar fari í þetta,“ segir Einar M. Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. „Það hefur allt gengið á afturfótunum þarna frá upphafi.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Sameinað Silicon ehf., sem á og rekur kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri verksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá United Silicon. Heimildin miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánardrottna en vegna rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi eiga erfitt með að standa í skilum við skuldareigendur. „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. Friðjón segir traustan rekstur verksmiðjunnar skipta bæjarfélagið miklu. „Það skiptir hundruðum milljóna fyrir Reykjanesbæ, en ekki á kostnað íbúanna eða samfélagsins. Við lifum það alveg af ef ekki er hægt að gera þetta í takti við lög og reglur.“ Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðjunnar frá því að hún var ræst í nóvember 2016. Íbúar í grennd við verksmiðjuna hafa kvartað undan mengun frá henni og hefur Umhverfisstofnun fylgst náið með stöðunni. Þá hefur tvívegis komið upp eldur í verksmiðjunni. „Núna er bara óskandi að það verði ekki samið við þá og lífeyrissjóðirnir okkar verði ekki samþykkir því að peningarnir okkar fari í þetta,“ segir Einar M. Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. „Það hefur allt gengið á afturfótunum þarna frá upphafi.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28