Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg fengu skell er þeir féllu úr leik í þýska bikarnum gegn Magdeburg á útivelli í dag en Alfreð lék allan leikinn í dag.
Flestir áttu eflaust von á því að lið Augsburg sem er á lokastigi undirbúnings fyrir Bundesliguna sem hefst um næstu helgi myndu vinna nokkuð sannfærandi.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 87. mínútu kom Christian Beck heimamönnum yfir og stuttu síðar innsiglaði Tobias Schwede sigurinn fyrir heimamenn fyrir fullu húsi.
Gríðarlegt áfall fyrir Augsburg sem mætir Hamburger SV á útivelli um næstu helgi og verða að gera betur heldur en í dag þegar þeir féllu út á móti liði í 3. deild þýsku deildarkeppninnar.
Augsburg slegið út úr þýska bikarnum af 3. deildar liði

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn


Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
