„Þetta er yndislegt, ógegðslega gaman. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Ég er búinn að reyna tvisvar áður og þetta tókst núna,“ sagði fyrirliði ÍBV, Sindri Snær Magnússon, í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins.
Eyjamenn voru mun betra liðið í fyrri hálfleik og skoruðu þá eina mark leiksins.
„Við ætluðum ekki að leyfa þeim að fá neinn tíma í byrjun og mér fannst við geggjaðir í fyrri hálfleik. Svo duttum við aðeins of aftarlega í seinni hálfleik og síðustu tíu mínúturnar hefðum við getað refsað þeim tvisvar þrisvar. Fyrri hálfleikur var mun betri en seinni og það dugði í dag.“
Eyjamenn fóru á kostum í stúkunni og slógu upp þjóðhátíð á Laugardalsvelli. Hversu miklu máli skipti stuðningurinn í dag?
„Stúkan gaf okkur mikinn kraft og áhorfendur voru geggjaðir í dag. Þeir voru fleiri en í fyrra og ég get ekki beðið eftir að hitta fólkið í Dallinum á eftir,“ bætti Sindri Snær við.
Sindri á von á góðum móttökum þegar liðið siglir með bikarinn til Vestmannaeyja í kvöld.
„Ætli það verði ekki blys og flugeldar, við siglum inn og verðum uppi á þaki úti á dekki. Þetta verður geðveikt og ég er búinn að hugsa um þetta margar nætur síðan ég fór til Eyja fyrir tveimur árum. Ég get ekki beðið eftir að fara í Herjólf, ég er ekki að grínast, þetta verður besta sigling sem ég hef farið í,“ sagði kampakátur fyrirliði Eyjamanna að lokum.
Sindri Snær: Það er ekki hægt að lýsa þessu

Tengdar fréttir

Umfjöllun: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998.

Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyji
"Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg."

Heimir: Við litum ekki á þetta sem forréttindi
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur í leikslok eftir tapið gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins.

Sjáðu mark Gunnars sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn | Myndband
Sjáðu mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar þegar hann tryggði karlaliði ÍBV fyrsta titillinn í knattspyrnu frá árinu 1998 er ÍBV hampaði bikarmeistaratitlinum eftir sigur á FH.

Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú
"Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag.