Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 19:15 Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmarkið. mynd/hafliði breiðfjörð „Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
„Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30
Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41