Stóðhesturinn Grani fékk fyrsta gullið Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Grani er fyrsti hesturinn frá Torfunesbúinu í Þingeyjarsveit sem vinnur gullverðlaun á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Mynd/ Krijn Buijtelaar Nítján íslensk hross voru flutt til Hollands vegna heimsmeistarakeppni íslenska hestsins sem fer fram í bænum Oirschot þessa dagana. Íslensk lög koma í veg fyrir að þau verði flutt aftur heim og því verða þau öll seld. Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, segir að vel horfi með sölu. „Það er ekki búið að selja þau öll en eitthvað af því er í gerjun og þetta fer allt svolítið af stað þegar byrjað er að keppa. Einhver þeirra voru að fara í læknistékk út af sölu og ég held að það líti nú bara vel út með að það klárist,“ segir Páll Bragi. Setningarathöfn heimsmeistaramótsins fór fram í fyrradag og í gærmorgun var kynbótasýning á fimm vetra stóðhestum. Þar vann Grani frá Torfunesi til gullverðlauna. Grani er frá ræktunarbúinu Torfunesi og er fyrsti hesturinn þaðan sem vinnur til verðlauna. Hesturinn er núna í eigu hinnar dönsku Cecille Catharina Langvad Færch. Í gær var keppt í tölti og svo var gæðingaskeið um kvöldið. Páll Bragi segir að mótið gangi vel að mestu. „Menn eru jákvæðir og standa saman í þessu en við tökum bara einn dag í einu. Þetta er allt svona eins og við vildum hafa þetta,“ segir hann. Sigurður V. Matthíasson er einn íslensku þátttakendanna á mótinu. Hann hefur nánast tekið þátt í hverju einasta heimsmeistaramóti allt frá árinu 1993. Hann lætur vel af Hollendingum sem skipuleggjendum. „Það eru frábærar aðstæður hérna og þetta er vel undirbúið hjá þeim, Hollendingar eru að gera þetta vel,“ segir hann. Íslenski keppendahópurinn samanstendur af sjö fullorðnum knöpum, auk fjögurra annarra heimsmeistara sem eru úti til að verja sína titla, segir Sigurður. Þá taka fimm ungmenni þátt í mótinu. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Sjá meira
Nítján íslensk hross voru flutt til Hollands vegna heimsmeistarakeppni íslenska hestsins sem fer fram í bænum Oirschot þessa dagana. Íslensk lög koma í veg fyrir að þau verði flutt aftur heim og því verða þau öll seld. Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, segir að vel horfi með sölu. „Það er ekki búið að selja þau öll en eitthvað af því er í gerjun og þetta fer allt svolítið af stað þegar byrjað er að keppa. Einhver þeirra voru að fara í læknistékk út af sölu og ég held að það líti nú bara vel út með að það klárist,“ segir Páll Bragi. Setningarathöfn heimsmeistaramótsins fór fram í fyrradag og í gærmorgun var kynbótasýning á fimm vetra stóðhestum. Þar vann Grani frá Torfunesi til gullverðlauna. Grani er frá ræktunarbúinu Torfunesi og er fyrsti hesturinn þaðan sem vinnur til verðlauna. Hesturinn er núna í eigu hinnar dönsku Cecille Catharina Langvad Færch. Í gær var keppt í tölti og svo var gæðingaskeið um kvöldið. Páll Bragi segir að mótið gangi vel að mestu. „Menn eru jákvæðir og standa saman í þessu en við tökum bara einn dag í einu. Þetta er allt svona eins og við vildum hafa þetta,“ segir hann. Sigurður V. Matthíasson er einn íslensku þátttakendanna á mótinu. Hann hefur nánast tekið þátt í hverju einasta heimsmeistaramóti allt frá árinu 1993. Hann lætur vel af Hollendingum sem skipuleggjendum. „Það eru frábærar aðstæður hérna og þetta er vel undirbúið hjá þeim, Hollendingar eru að gera þetta vel,“ segir hann. Íslenski keppendahópurinn samanstendur af sjö fullorðnum knöpum, auk fjögurra annarra heimsmeistara sem eru úti til að verja sína titla, segir Sigurður. Þá taka fimm ungmenni þátt í mótinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Sjá meira