ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ekki er að sjá að íbúar Gvam óttist að ráðist verði á þá. Lífið í borginni Tamuning gekk sinn vanagang í gær. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira