Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 08:33 Frá útifundi í Pjongjang í gær sem ríkisfjölmiðlar segja að hafi verið til stuðnings afstöðu stjórnvalda gagnvart Bandaríkjunum. Vísir/AFP Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá kallaði ríkisfréttastofan KCNA hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta í garð Norður-Kóreumanna „þvælu.“ „Skynsamlegar viðræður eru ekki mögulegar við náunga sem er svo skyni skroppinn og aðeins ítrasta valdbeiting virkar á hann,“ sagði ríkisfjölmiðillinn. Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og heift“ sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum. Í tísti í gær sagði Trump ennfremur að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjórnvöld í Pjongjang yrðu algerlega ofurliði borin í stríði gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra. Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá kallaði ríkisfréttastofan KCNA hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta í garð Norður-Kóreumanna „þvælu.“ „Skynsamlegar viðræður eru ekki mögulegar við náunga sem er svo skyni skroppinn og aðeins ítrasta valdbeiting virkar á hann,“ sagði ríkisfjölmiðillinn. Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og heift“ sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum. Í tísti í gær sagði Trump ennfremur að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjórnvöld í Pjongjang yrðu algerlega ofurliði borin í stríði gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03