Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. ágúst 2017 10:30 Lewis Hamilton fagnar með liði sínu eftir kappaksturinn. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. Framsækni Ferrari, sérflokkur Vettel og Hamilton, fárið hjá Force India, aðal- og aðstoðar ökumenn og ökumannamarkaðurinn og þróun hans. Þessi mál verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Ferrari bíllinn leit vel út á Spa, braut sem hentaði ekki svo vel fyrir sumarfríið.Vísir/GettyFramsækni FerrariSvo sá hver sem vildi á Silverstone brautinni fyrr á tímabilinu að Ferrari liðið réð illa við hraða Mercedes á brautum þar sem hraðar aflíðandi beygjur og mikill hámarkshraði voru lykilatriði. Spa brautin í Belgíu er mjög keimlík Silverstone að því leyti og því var áhugavert að sjá að munurin á liðunum hefur greinilega snar minnkað á slíkum brautum. Ferrari liðið viðurkenndi að mikil vinna hefði farið í að laga bílinn nánar að því formi kappakstursbrauta. Veiki hlekkur Mercedes liðsins hefur verið hægari og tæknilegri brautir, sem dæmi má nefna Mónakó brautina og Singapúr brautina sem verður keppt á eftir Monza næstu helgi. Monza er braut þar sem aflið skiptir miklu máli. Mercedes kom með nýja uppfærslu á vél til Belgíu, Ferrari mun gera slíkt hið sama í ítalska kappakstrinum á Monza næstu helgi. Ferrari mætti hins vegar með endurhannaða framfjöðrun til Belgíu. Ferrari liðið hefur því heldur betur sótt í sig veðrið á brautum sem voru veikur hlekkur í hönnun bílsins. Hversu mikið mun svo koma enn betur í ljós á Monza um helgina.Hamilton og Vettal voru langt um bestu ökumenn keppninnar.Vísir/GettyVettel og Hamilton ósnertanlegir Einu ökumennirnir sem gerðu raunverulega atlögu að því að vinna belgíska kappaksturinn í ár voru tveir efstu mennirnir í heimsmeistarakeppni ökumanna; Vettel og Hamilton. Hamilton var á ráspól og Vettel var næstum búinn að taka forystuna strax á fyrsta hring í kjölfar ræsingarinnar. Þegar hann sveigði undan aftuvæng Mercedes bílsins var þó eins og Ferrari bíllinn lenti á vegg, hann einfaldlega komst ekki hraðar, nýja Mercedes vélin var greinilega að skila sínu. Það sama var upp á teningnum eftir endurræsinguna þegar öryggisbíllinn hvarf af brautinni eftir að hafa komið út til að stýra umferðinni þegar Force India menn skullu saman og dreifðu bleikmáluðum koltrefjabútum um brautina. Áður en öryggisbíllinn hafði komið út voru Vettel og Hamilton í baráttu með um tvær sekúndur sín á milli. Aðrir, Kimi Raikkonen og Valtteri Bottas voru töluvert lengra á eftir og eygðu ekki möguleika nema á versta veg færi hjá Vettel og Hamilton. Það virðist útséð með það hverjir það verða sem glíma um titilinn þegar uppgjörið verður í Abú Dabí í lok nóvember. Það stefnir allt í að sú verði raunin. Sjö stiga munur er afskaplega fljótur að hverfa, ef Monza kappaksturinn næstu helgi fer eins og sá á Spa þá verður jafnt á toppnum og einungis sjö keppnir eftir, það væri nú ekki slæmt. Þvílík spenna sem er í baráttunni og ekki svigrúm fyrir neina afslöppun eða mistök.„Félagarnir“ í Force India í návígi á brautinni.Vísir/GettyForce India fáriðFárið byrjaði allt í Kanada þegar Sergio Perez þverneitaði að hleypa Esteban Ocon, liðsfélagasínum hjá Force India fram úr, þrátt fyrir beiðni liðsins þar um og þrátt fyrir að Ocon væri greinilega hraðskreiðari. Ocon hefði klárlega geta gert atlögu að verðlaunasæti þar en keppnisskapið í Perez kom í veg fyrir það. Síðan þá hefur lítill vinskapur verið á milli liðsfélaganna. Ekki skánaði það þegar Ocon missti stjórn á bíl sínum í bjartsýnni tilraun til að komast fram úr nokkrum bílum í sömu þröngu beygjunni á brautinni í Bakú. Hann hafnaði þá á liðsfélaga sínum hjá Force India, Perez. Nú um helgina lá við stórslysi sem olli því að öryggisbíllinn kom út á brautina, hægra afturdekk sprakk hjá Perez og vinstri helmingurinn brotnaði af framvæng Ocon. Ocon gerði sig líklegan til að fara fram úr Perez á leiðinni í gegnum hina frægu Eau Rouge beygju. Perez var ekki á þeim buxunum og þröngvaði Ocon út í varnarvegg með framangreindum afleiðingum. Að mati blaðamanns var það hálfvitaháttur Perez sem kostaði Force India helling af stigum. Ocon tóskt að bjarga tveimur stigum en Perez féll úr leik seinna í keppninni. Ocon sagði eftir keppnina að Perez hefði stofnað lífi þeirra beggja í hættu með þessu aksturslagi. Á meðan stendur Perez fastur á því að það hafi ekki verið pláss fyrir Ocon til að komast fram úr þarna en þar talar hann gegn myndbandsupptökum af atvikinu sem sannar að nægt pláss var við hlið hans þangað til hann gerði það að nánast engu með því að færa sig nær veggnum og Ocon. Perez virðist ekki höndla hraðan, yngri og ódýrari ökumann með góða styrktaraðilia á bakvið sig.Hvenær ætlar Mercedes að veðja á einn hest og nota hinn til aðstoðar?Vísir/GettyFyrsti ökumaður og annar ökumaður Nú er staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna sú að sjö stigum munar á Vettel og Hamilton, Vettel í hag. Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes er þriðji, 41 stigi á eftir Vettel og 34 stigum á eftir Hamilton. Það þarf því þónokkuð mikið að gerast í næstu keppnum ef hann ætlar raunverulega að halda sér í baráttunni og jafnvel verða besti möguleiki Mercedes á að landa ökumannstitlinum í lok árs. Ferrari liðið er löngu búið að ákveða að veðja á Vettel sem sinn fyrsta ökumann og nota Raikkonen sem varaskeifu og hjálparkokk. Þar á bæ er enginn feluleikur með það. Mercedes er svona á mörkunum að fara að gera slíkt hið sama. Það má ekki seinna vera því annars er Vettel líklegur til að stinga af í stigasöfnuninni á meðan Mercedes-menn verða uppteknir við að hirða stig hver af öðrum.Verður Fernando Alonso áfram hjá McLaren, fer hann til Williams eða kemur hann á óvart og fer til Mercedes?Vísir/GettyÖkumannamarkaðurinnFerrari liðið staðfesti framlenginu við báða sína ökumann um helgina. Raikkonen verður ár í viðbót en Vettel þrjú. Haas liðið hefur þegar staðfest að báðir ökumenn liðsins verða þar áfram. Red Bull liðið verður líklega óbreytt á næsta ári og sama má segja um Mercedes, þó gæti verið smá snúningur þar á, að mati blaðamanns. Force India, Renault og Williams eru núna í lykil stöðu á markaðnum en það þykir nokkuð ljóst að hjá stóru liðunum verða ekki breytingar. Force India vill líklega skipta um einn ökumann, sá er alls ekki ólíklegur til að fara til Renault. Þá verður laust sæti hjá Force India, það er ekki ólíklegt að Pascal Wehrlein hjá Sauber taki það enda á mála hjá Mercedes sem skaffar Force India vélar. Þá er alls ekki ólíklegt að Charles Leclerc, ungur ökumaður á mála hjá Ferrari taki sæti hans hjá Sauber sem notar Ferrari vélar á næsta ári. Williams liðið hefur gert hosur sínar grænar fyrir Fernando Alonso sem á að hafa sett McLaren liðinu afarkosti um helgina. Afarkosti þess efnis að annað hvort losi liðið sig við Honda vélina eða að hann fari. Hann gæti hugsanlega farið til Williams, en hann er ekki ókeypis og Williams bíllinn var alls ekki sannfærandi um helgina. Hér er hugmynd, Alonso tekur sæti Bottas hjá Mercedes og myndar einskonar ofurlið með Hamilton og Bottas tekur aftur sæti hjá Williams, það er ekki víst að Felipe Massa sé svo gráðugur í að vera með áfram á næsta ári. Hann hætti jú við að hætta til að gera liðinu léttan greiða fyrir tímabilið. Hver veit hvað verður, Alonso til Mercedes er þó ólíklegt. Hamilton vill sennilega hafa eitthvað með það að segja hver ekur við hlið hans hjá liðinu. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á Spa og kyndir undir heimsmeistarakeppninni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 27. ágúst 2017 13:23 Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15 Hamilton: Ég kom hingað til að sækja sigur Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann var undir pressu alla keppnina frá Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. Framsækni Ferrari, sérflokkur Vettel og Hamilton, fárið hjá Force India, aðal- og aðstoðar ökumenn og ökumannamarkaðurinn og þróun hans. Þessi mál verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Ferrari bíllinn leit vel út á Spa, braut sem hentaði ekki svo vel fyrir sumarfríið.Vísir/GettyFramsækni FerrariSvo sá hver sem vildi á Silverstone brautinni fyrr á tímabilinu að Ferrari liðið réð illa við hraða Mercedes á brautum þar sem hraðar aflíðandi beygjur og mikill hámarkshraði voru lykilatriði. Spa brautin í Belgíu er mjög keimlík Silverstone að því leyti og því var áhugavert að sjá að munurin á liðunum hefur greinilega snar minnkað á slíkum brautum. Ferrari liðið viðurkenndi að mikil vinna hefði farið í að laga bílinn nánar að því formi kappakstursbrauta. Veiki hlekkur Mercedes liðsins hefur verið hægari og tæknilegri brautir, sem dæmi má nefna Mónakó brautina og Singapúr brautina sem verður keppt á eftir Monza næstu helgi. Monza er braut þar sem aflið skiptir miklu máli. Mercedes kom með nýja uppfærslu á vél til Belgíu, Ferrari mun gera slíkt hið sama í ítalska kappakstrinum á Monza næstu helgi. Ferrari mætti hins vegar með endurhannaða framfjöðrun til Belgíu. Ferrari liðið hefur því heldur betur sótt í sig veðrið á brautum sem voru veikur hlekkur í hönnun bílsins. Hversu mikið mun svo koma enn betur í ljós á Monza um helgina.Hamilton og Vettal voru langt um bestu ökumenn keppninnar.Vísir/GettyVettel og Hamilton ósnertanlegir Einu ökumennirnir sem gerðu raunverulega atlögu að því að vinna belgíska kappaksturinn í ár voru tveir efstu mennirnir í heimsmeistarakeppni ökumanna; Vettel og Hamilton. Hamilton var á ráspól og Vettel var næstum búinn að taka forystuna strax á fyrsta hring í kjölfar ræsingarinnar. Þegar hann sveigði undan aftuvæng Mercedes bílsins var þó eins og Ferrari bíllinn lenti á vegg, hann einfaldlega komst ekki hraðar, nýja Mercedes vélin var greinilega að skila sínu. Það sama var upp á teningnum eftir endurræsinguna þegar öryggisbíllinn hvarf af brautinni eftir að hafa komið út til að stýra umferðinni þegar Force India menn skullu saman og dreifðu bleikmáluðum koltrefjabútum um brautina. Áður en öryggisbíllinn hafði komið út voru Vettel og Hamilton í baráttu með um tvær sekúndur sín á milli. Aðrir, Kimi Raikkonen og Valtteri Bottas voru töluvert lengra á eftir og eygðu ekki möguleika nema á versta veg færi hjá Vettel og Hamilton. Það virðist útséð með það hverjir það verða sem glíma um titilinn þegar uppgjörið verður í Abú Dabí í lok nóvember. Það stefnir allt í að sú verði raunin. Sjö stiga munur er afskaplega fljótur að hverfa, ef Monza kappaksturinn næstu helgi fer eins og sá á Spa þá verður jafnt á toppnum og einungis sjö keppnir eftir, það væri nú ekki slæmt. Þvílík spenna sem er í baráttunni og ekki svigrúm fyrir neina afslöppun eða mistök.„Félagarnir“ í Force India í návígi á brautinni.Vísir/GettyForce India fáriðFárið byrjaði allt í Kanada þegar Sergio Perez þverneitaði að hleypa Esteban Ocon, liðsfélagasínum hjá Force India fram úr, þrátt fyrir beiðni liðsins þar um og þrátt fyrir að Ocon væri greinilega hraðskreiðari. Ocon hefði klárlega geta gert atlögu að verðlaunasæti þar en keppnisskapið í Perez kom í veg fyrir það. Síðan þá hefur lítill vinskapur verið á milli liðsfélaganna. Ekki skánaði það þegar Ocon missti stjórn á bíl sínum í bjartsýnni tilraun til að komast fram úr nokkrum bílum í sömu þröngu beygjunni á brautinni í Bakú. Hann hafnaði þá á liðsfélaga sínum hjá Force India, Perez. Nú um helgina lá við stórslysi sem olli því að öryggisbíllinn kom út á brautina, hægra afturdekk sprakk hjá Perez og vinstri helmingurinn brotnaði af framvæng Ocon. Ocon gerði sig líklegan til að fara fram úr Perez á leiðinni í gegnum hina frægu Eau Rouge beygju. Perez var ekki á þeim buxunum og þröngvaði Ocon út í varnarvegg með framangreindum afleiðingum. Að mati blaðamanns var það hálfvitaháttur Perez sem kostaði Force India helling af stigum. Ocon tóskt að bjarga tveimur stigum en Perez féll úr leik seinna í keppninni. Ocon sagði eftir keppnina að Perez hefði stofnað lífi þeirra beggja í hættu með þessu aksturslagi. Á meðan stendur Perez fastur á því að það hafi ekki verið pláss fyrir Ocon til að komast fram úr þarna en þar talar hann gegn myndbandsupptökum af atvikinu sem sannar að nægt pláss var við hlið hans þangað til hann gerði það að nánast engu með því að færa sig nær veggnum og Ocon. Perez virðist ekki höndla hraðan, yngri og ódýrari ökumann með góða styrktaraðilia á bakvið sig.Hvenær ætlar Mercedes að veðja á einn hest og nota hinn til aðstoðar?Vísir/GettyFyrsti ökumaður og annar ökumaður Nú er staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna sú að sjö stigum munar á Vettel og Hamilton, Vettel í hag. Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes er þriðji, 41 stigi á eftir Vettel og 34 stigum á eftir Hamilton. Það þarf því þónokkuð mikið að gerast í næstu keppnum ef hann ætlar raunverulega að halda sér í baráttunni og jafnvel verða besti möguleiki Mercedes á að landa ökumannstitlinum í lok árs. Ferrari liðið er löngu búið að ákveða að veðja á Vettel sem sinn fyrsta ökumann og nota Raikkonen sem varaskeifu og hjálparkokk. Þar á bæ er enginn feluleikur með það. Mercedes er svona á mörkunum að fara að gera slíkt hið sama. Það má ekki seinna vera því annars er Vettel líklegur til að stinga af í stigasöfnuninni á meðan Mercedes-menn verða uppteknir við að hirða stig hver af öðrum.Verður Fernando Alonso áfram hjá McLaren, fer hann til Williams eða kemur hann á óvart og fer til Mercedes?Vísir/GettyÖkumannamarkaðurinnFerrari liðið staðfesti framlenginu við báða sína ökumann um helgina. Raikkonen verður ár í viðbót en Vettel þrjú. Haas liðið hefur þegar staðfest að báðir ökumenn liðsins verða þar áfram. Red Bull liðið verður líklega óbreytt á næsta ári og sama má segja um Mercedes, þó gæti verið smá snúningur þar á, að mati blaðamanns. Force India, Renault og Williams eru núna í lykil stöðu á markaðnum en það þykir nokkuð ljóst að hjá stóru liðunum verða ekki breytingar. Force India vill líklega skipta um einn ökumann, sá er alls ekki ólíklegur til að fara til Renault. Þá verður laust sæti hjá Force India, það er ekki ólíklegt að Pascal Wehrlein hjá Sauber taki það enda á mála hjá Mercedes sem skaffar Force India vélar. Þá er alls ekki ólíklegt að Charles Leclerc, ungur ökumaður á mála hjá Ferrari taki sæti hans hjá Sauber sem notar Ferrari vélar á næsta ári. Williams liðið hefur gert hosur sínar grænar fyrir Fernando Alonso sem á að hafa sett McLaren liðinu afarkosti um helgina. Afarkosti þess efnis að annað hvort losi liðið sig við Honda vélina eða að hann fari. Hann gæti hugsanlega farið til Williams, en hann er ekki ókeypis og Williams bíllinn var alls ekki sannfærandi um helgina. Hér er hugmynd, Alonso tekur sæti Bottas hjá Mercedes og myndar einskonar ofurlið með Hamilton og Bottas tekur aftur sæti hjá Williams, það er ekki víst að Felipe Massa sé svo gráðugur í að vera með áfram á næsta ári. Hann hætti jú við að hætta til að gera liðinu léttan greiða fyrir tímabilið. Hver veit hvað verður, Alonso til Mercedes er þó ólíklegt. Hamilton vill sennilega hafa eitthvað með það að segja hver ekur við hlið hans hjá liðinu.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á Spa og kyndir undir heimsmeistarakeppninni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 27. ágúst 2017 13:23 Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15 Hamilton: Ég kom hingað til að sækja sigur Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann var undir pressu alla keppnina frá Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton vann á Spa og kyndir undir heimsmeistarakeppninni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 27. ágúst 2017 13:23
Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15
Hamilton: Ég kom hingað til að sækja sigur Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann var undir pressu alla keppnina frá Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. ágúst 2017 14:30