Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2017 13:00 Erna Solberg og Jonas Gahr Støre bítast um það hver mun gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar. Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september næstkomandi þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að kosningabaráttan í Noregi hafi verið með hefðbundnum hætti þar sem vinstri og hægri vængurinn bítast um meirihluta á Stórþinginu. Minnihlutastjórn Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra og Framfaraflokks Siv Jensen fjármálaráðherra hefur verið við stjórn í Noregi frá árinu 2013. Ríkisstjórnin hefur notið stuðnings Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins (Venstre). Stóra einvígið í kvöldEiríkur segir að síðustu skoðanakannanir bendi til að vinstri vængurinn sé aðeins stærri en sá hægri þó að litlu muni. „Kannanirnar benda til að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, og hans fylgiflokkar muni merja þetta. En það er nú ekkert frágengið. Stóra einvígið er í kvöld þar sem Solberg og Støre mætast tvö í sjónvarpskappræðum á NRK. Við erum óvön þessu. Þó að Norðmenn séu með svipað flokkakerfi og við erum með hér, þá er alveg ljóst fyrirfram hver myndar hvaða ríkisstjórn í Noregi. Flokkarnir eru búnir að skipa sér í lið, hægri vængur og vinstri vængur. Forsætisráðherraefni hvors vængs liggur alveg fyrir.“ Megum við eiga von á einhverjum sprengjum í kvöld? „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg, miklu hófstilltari en við eigum að venjast hérna. Það eru yfirleitt ekki miklar sprengjur í norskum stjórnmálum.“ Hvað er verið að takast á um? Hver hafa verið helstu kosningamálin? „Stjórnmál í Noregi lúta alltaf aðeins öðrum lögmálum en víðast hvar annars staðar, þar sem Noregur situr á gríðarlegum olíuauð. Þetta gengur því yfirleitt út á að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og koma í veg fyrir of mikla þenslu, halda Noregi samkeppnishæfu, lánafyrirgreiðslur til skipaiðnaðarins og þess háttar, deilur við verkalýðshreyfingar þar sem krafist er hærri launa í landi þar sem laun er þegar mjög há. Þetta eru svona mál.“ Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.Vísir/AFP Innflytjendamálin liggja alltaf undir niðriEiríkur segir að innflytjendamál og hvernig innflytendur aðlagast norsku samfélagi séu einnig í deiglunni. „Þessi mál liggja alltaf undir niðri. Kollegar mínir í Noregi segja að vængirnir þurfi að skerpa á málefnum sínum. Þeir séu ekki svo skýrir valkostirnir þrátt fyrir að ljóst sé hvaða ríkisstjórn verði mynduð við hvaða úrslit.“ Hann segir það hafa verið mjög óvanalegt að taka Framfaraflokkinn inn í ríkisstjórn fyrir fjórum árum. „Framfaraflokkurinn er þessi mildasta útgáfa af evrópskum þjóðernispopúlistaflokkum sem til er. Það er alveg spurning hvort hann sé það lengur satt að segja. Samt hefur hann verið að fikra sig aftur inn á þau mið núna rétt fyrir kosningarnar. Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherrann, er búin að vera með ýmsar afgerandi yfirlýsingar að undanförnu. Sú norska er ein af fáum ríkisstjórnum þar sem þjóðernispopúlistar eru beinlínis við ríkisstjórnarborðið. Það varð banabiti Sannra Finna í Finnlandi en virðist ekki ætla að vera það með Framfaraflokknum. Hann dansar hins vegar á þessari markalínu milli hefðbundins hægriflokks og þjóðernispopúlistaflokks. Þetta hefur orðið til þess að hægristjórnin hefur tekið mjög stranga og harða afstöðu í innflytjendamálum. Hún hefur auðvitað verið gagnrýnd af vinstri vængnum en kannski af aðeins minni hörku en maður hefði getað átt von á. Það er hins vegar spurning hvort að það mál sé að spretta fram í kosningabaráttunni þessa dagana,“ segir Eiríkur Bergmann. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53 Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september næstkomandi þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að kosningabaráttan í Noregi hafi verið með hefðbundnum hætti þar sem vinstri og hægri vængurinn bítast um meirihluta á Stórþinginu. Minnihlutastjórn Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra og Framfaraflokks Siv Jensen fjármálaráðherra hefur verið við stjórn í Noregi frá árinu 2013. Ríkisstjórnin hefur notið stuðnings Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins (Venstre). Stóra einvígið í kvöldEiríkur segir að síðustu skoðanakannanir bendi til að vinstri vængurinn sé aðeins stærri en sá hægri þó að litlu muni. „Kannanirnar benda til að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, og hans fylgiflokkar muni merja þetta. En það er nú ekkert frágengið. Stóra einvígið er í kvöld þar sem Solberg og Støre mætast tvö í sjónvarpskappræðum á NRK. Við erum óvön þessu. Þó að Norðmenn séu með svipað flokkakerfi og við erum með hér, þá er alveg ljóst fyrirfram hver myndar hvaða ríkisstjórn í Noregi. Flokkarnir eru búnir að skipa sér í lið, hægri vængur og vinstri vængur. Forsætisráðherraefni hvors vængs liggur alveg fyrir.“ Megum við eiga von á einhverjum sprengjum í kvöld? „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg, miklu hófstilltari en við eigum að venjast hérna. Það eru yfirleitt ekki miklar sprengjur í norskum stjórnmálum.“ Hvað er verið að takast á um? Hver hafa verið helstu kosningamálin? „Stjórnmál í Noregi lúta alltaf aðeins öðrum lögmálum en víðast hvar annars staðar, þar sem Noregur situr á gríðarlegum olíuauð. Þetta gengur því yfirleitt út á að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og koma í veg fyrir of mikla þenslu, halda Noregi samkeppnishæfu, lánafyrirgreiðslur til skipaiðnaðarins og þess háttar, deilur við verkalýðshreyfingar þar sem krafist er hærri launa í landi þar sem laun er þegar mjög há. Þetta eru svona mál.“ Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.Vísir/AFP Innflytjendamálin liggja alltaf undir niðriEiríkur segir að innflytjendamál og hvernig innflytendur aðlagast norsku samfélagi séu einnig í deiglunni. „Þessi mál liggja alltaf undir niðri. Kollegar mínir í Noregi segja að vængirnir þurfi að skerpa á málefnum sínum. Þeir séu ekki svo skýrir valkostirnir þrátt fyrir að ljóst sé hvaða ríkisstjórn verði mynduð við hvaða úrslit.“ Hann segir það hafa verið mjög óvanalegt að taka Framfaraflokkinn inn í ríkisstjórn fyrir fjórum árum. „Framfaraflokkurinn er þessi mildasta útgáfa af evrópskum þjóðernispopúlistaflokkum sem til er. Það er alveg spurning hvort hann sé það lengur satt að segja. Samt hefur hann verið að fikra sig aftur inn á þau mið núna rétt fyrir kosningarnar. Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherrann, er búin að vera með ýmsar afgerandi yfirlýsingar að undanförnu. Sú norska er ein af fáum ríkisstjórnum þar sem þjóðernispopúlistar eru beinlínis við ríkisstjórnarborðið. Það varð banabiti Sannra Finna í Finnlandi en virðist ekki ætla að vera það með Framfaraflokknum. Hann dansar hins vegar á þessari markalínu milli hefðbundins hægriflokks og þjóðernispopúlistaflokks. Þetta hefur orðið til þess að hægristjórnin hefur tekið mjög stranga og harða afstöðu í innflytjendamálum. Hún hefur auðvitað verið gagnrýnd af vinstri vængnum en kannski af aðeins minni hörku en maður hefði getað átt von á. Það er hins vegar spurning hvort að það mál sé að spretta fram í kosningabaráttunni þessa dagana,“ segir Eiríkur Bergmann.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53 Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53
Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38