Jaguar I-Pace Concept markverðasti hugmyndabíllinn 2017 Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2017 10:12 Ian Callum, yfihönnuður Jaguar, við hinn nýja hreina rafmagnsbíl, Jaguar I-Pace Concept, sem kemur á markað á síðari hluta næsta árs. Rafmagnsbíllinn Jaguar I-Pace Concept, sem væntanlegur er á markað á næsta ári, hlaut þrenn verðlaun á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum sem haldin var nýlega í New York. Bíllinn hlaut í fyrsta lagi flest stig allra bíla á hátíðinni og hreppti þannig aðalverðlaun hátíðarinnar. Þá hlaut hann einnig verðlaun sem markverðasti hugmyndabíll ársins að mati dómnefndar auk þess sem Jaguar Land Rover hlaut sérstök verðlaun fyrir bestu forkynninguna á væntanlegum bíl (Production Preview Concept of the Year) sem staðið hefur með reglulegum uppákomum allt þetta ár. Dómnefnd Concours d’Elegance of America verðlaunar árlega þá hugmyndabíla sem henna þykja líklegastir til að brjóta blað í þróun bílaiðnaðarins til framtíðar. Í dómnenfdinni sitja yfir tuttugu manns sem völdu að þessu sinni 24 bíla sem keppa skyldu til úrslita á hátíðinni, en þeir voru allir kynntir á bílasýningunum í Los Angeles, Detroit, Chicago, Toronto og New York. Jaguar I-Pace Concept hlaut mikið lof fyrir fallega og framúrstefnulega hönnun á nýja bílnum og sagði einn dómaranna, Lauren Fix, að Jaguar hefði komið fram með alveg nýja stefnumarkandi hönnun á öllum bílgerðum sínum sem PACE Concept endurspeglaði með mjög sterkum hætti. I-Pace verður fyrsti hreini rafmagnsbíllinn frá Jaguar þegar hann kemur á markað á síðari hluta næsta árs. Hann verður fjórhjóladrifinn með 400 hestafla rafmagnsvél sem skilar um 500 punda togi og tæplega 500 km drægi. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent
Rafmagnsbíllinn Jaguar I-Pace Concept, sem væntanlegur er á markað á næsta ári, hlaut þrenn verðlaun á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum sem haldin var nýlega í New York. Bíllinn hlaut í fyrsta lagi flest stig allra bíla á hátíðinni og hreppti þannig aðalverðlaun hátíðarinnar. Þá hlaut hann einnig verðlaun sem markverðasti hugmyndabíll ársins að mati dómnefndar auk þess sem Jaguar Land Rover hlaut sérstök verðlaun fyrir bestu forkynninguna á væntanlegum bíl (Production Preview Concept of the Year) sem staðið hefur með reglulegum uppákomum allt þetta ár. Dómnefnd Concours d’Elegance of America verðlaunar árlega þá hugmyndabíla sem henna þykja líklegastir til að brjóta blað í þróun bílaiðnaðarins til framtíðar. Í dómnenfdinni sitja yfir tuttugu manns sem völdu að þessu sinni 24 bíla sem keppa skyldu til úrslita á hátíðinni, en þeir voru allir kynntir á bílasýningunum í Los Angeles, Detroit, Chicago, Toronto og New York. Jaguar I-Pace Concept hlaut mikið lof fyrir fallega og framúrstefnulega hönnun á nýja bílnum og sagði einn dómaranna, Lauren Fix, að Jaguar hefði komið fram með alveg nýja stefnumarkandi hönnun á öllum bílgerðum sínum sem PACE Concept endurspeglaði með mjög sterkum hætti. I-Pace verður fyrsti hreini rafmagnsbíllinn frá Jaguar þegar hann kemur á markað á síðari hluta næsta árs. Hann verður fjórhjóladrifinn með 400 hestafla rafmagnsvél sem skilar um 500 punda togi og tæplega 500 km drægi.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent