Bjóst ekki við að upplifa þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:00 Íslenski hópurinn sem keppir á Eurobasket stillir sér upp fyrir framan flugvélina sem fór með strákana til Helsinki í gærmorgun. vísir/ernir „Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
„Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira