Bjóst ekki við að upplifa þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:00 Íslenski hópurinn sem keppir á Eurobasket stillir sér upp fyrir framan flugvélina sem fór með strákana til Helsinki í gærmorgun. vísir/ernir „Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
„Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik