Innlent

Illa búinn göngumaður í sjálfheldu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi.
Maðurinn var í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi. Landsbjörg
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út nú rétt fyrir hádegi vegna illa búins göngumanns sem var í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að hann hafi lagt af stað gangandi frá Þórsmörk í gærkvöldi og gist á Fimmvörðuhálsi í nótt.

Maðurinn hafi sjálfur náð sambandi við Neyðarlínu og óskað eftir aðstoð þar sem hann var orðinn kaldur og áttavilltur.

Með hjálp farsíma mannsins var hægt að áætla staðsetningu hans og eru hópar björgunarsveitarmanna nú á leið á það svæði að leita mannsins.

Landsbjörg
Uppfært 15:25:

Um 14:30 fundu björgunarsveitarmenn manninn og var hann kaldur og blautur eftir dvölina á hálsinum um nóttina.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að svo virðist sem hann hafi villst af leið en hann var staddur rúman kílómetra frá stikuðu gönguleiðinni í bröttu gili. Er hann nú kominn upp úr gilinu og fylgja björgunarsveitarmenn honum til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×