Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2017 12:33 Vegir hafa breytst í stórfljót í flóðunum í Houston og hefur fólk verið bjargað á bátum. Vísir/AFP Almannavarnir í Bandaríkjunum búast við því að 450.000 sæki um hjálp vegna hitabeltisstormsins Harvey sem hefur sökkt heilu hverfunum í Texas. Talið er að allt að 30.000 manns gætu þurft að hafast við í tímabundum neyðarskýlum. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna, frá því að Harvey gekk á land sem meiriháttar fellibylur á föstudagskvöld, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilu hverfinu eru nú á floti og hafa viðbragðaðilar bjargað þúsundum manna síðustu sólahringa, sumum af þökum húsa sinna. Fimm manns eru látnir. Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) segir að stormurinn sé tímamótaviðburður og biðlaði til almennra borgara um hjálp, að því er segir í frétt CNN.Fólki hefur verið ráðlagt að reyna ekki að ferðast í vatnselgnum enda getur það sett björgunarfólk og það sjálft í hættu.Vísir/AFPÞað versta er þó ekki enn afstaðið. Úrhellið heldur áfram yfir Texas og fikrar sig nú að ríkjamörkunum að Lúisíana. Áfram er varað við hættulegum flóðum í Texas og sömuleiðis í nágrannaríkinu. Veðurstofa Bandaríkjanna spáir því að flóðin í Texas nái hámarki á miðvikudag eða fimmtudag. „Við erum ekki óhult ennþá,“ segir Elaine Duke, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Áður en yfir lýkur er talið að svæðið fái meira en árasúrkomu á innan við viku. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
Almannavarnir í Bandaríkjunum búast við því að 450.000 sæki um hjálp vegna hitabeltisstormsins Harvey sem hefur sökkt heilu hverfunum í Texas. Talið er að allt að 30.000 manns gætu þurft að hafast við í tímabundum neyðarskýlum. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna, frá því að Harvey gekk á land sem meiriháttar fellibylur á föstudagskvöld, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilu hverfinu eru nú á floti og hafa viðbragðaðilar bjargað þúsundum manna síðustu sólahringa, sumum af þökum húsa sinna. Fimm manns eru látnir. Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) segir að stormurinn sé tímamótaviðburður og biðlaði til almennra borgara um hjálp, að því er segir í frétt CNN.Fólki hefur verið ráðlagt að reyna ekki að ferðast í vatnselgnum enda getur það sett björgunarfólk og það sjálft í hættu.Vísir/AFPÞað versta er þó ekki enn afstaðið. Úrhellið heldur áfram yfir Texas og fikrar sig nú að ríkjamörkunum að Lúisíana. Áfram er varað við hættulegum flóðum í Texas og sömuleiðis í nágrannaríkinu. Veðurstofa Bandaríkjanna spáir því að flóðin í Texas nái hámarki á miðvikudag eða fimmtudag. „Við erum ekki óhult ennþá,“ segir Elaine Duke, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Áður en yfir lýkur er talið að svæðið fái meira en árasúrkomu á innan við viku.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56