Hyundai ix35 FC bæði rafstöð og vatnsveita Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2017 12:18 Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili. Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent