Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun.
Íslensku strákarnir flugu út á EM í morgun og mættu þeir allir klæddir glæsilegum jakkafötum frá Herragarðinum. Það var vel tekið á móti strákunum í Leifsstöð og þeir gengu stoltir um borð í vél Icelandair til Helsinki.
„Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð. Það var reyndar svolítið erfitt í morgun þegar maður var að passa að sulla ekki niður á sig. Maður er vanur að vera á inniskóm og stuttbuxum á leiðinni út,“ sagði Hlynur Bæringsson í léttum tón þegar blaðamaður Vísis hitti hann við hliðið.
„Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði Hlynur sem hefur verið í íslenska landsliðinu frá því í byrjun aldarinnar.
Hann hafði engar áhyggjur af fötunum í fluginu sjálfu. „Það er allt í lagi þegar maður eru kominn upp í vélina því þá tekur enginn eftir þessu,“ sagði Hlynur brosandi.
„Ég hlakka til að koma til Helsinki,“ sagði Hlynur að lokum.
Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig

Tengdar fréttir

Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir
Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni.

Við verðum að spila af hörku
Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn.

Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður
Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn.

Íslenski hópurinn klár fyrir EM í körfubolta
Landsliðshópur Íslands fyrir EM í körfubolta hefur verið valinn.

Takk mamma! Strákarnir þakka mæðrum sínum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur á Evrópumótið í Finnlandi í fyrramálið og sendi mæðrum sínum kveðju fyrir brottför.