Mayweather: Tók lengri tíma en ég reiknaði með 27. ágúst 2017 09:08 Mayweather eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“ Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira
Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“
Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira
Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53