Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 07:21 Búist var við allt að 5-7 sentímetra úrkomu á klukkustund í Houston í gær. Vísir/AFP Regn úr hitabeltisstorminum Harvey heldur áfram að berja Texas í Bandaríkjunum og varar Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston við banvænum skyndiflóðum af völdum hennar. Staðfest er að tveir hafi látist í hamförunum. Gríðarleg úrkoma hefur fylgt Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld en er nú flokkaður sem hitabeltisstormur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segir að í borgunum Houston og Corpus Christi hafi 50 sentímetra úrkoma þegar fallið. Von gæti verið á 40 sentímetrum til viðbótar áður en storminum slotar um miðja viku.Harvey skilur eftir sig slóð eyðileggingar.Vísir/AFPÖflugasti stormurinn í hálfa öldÞúsundir manna eru án rafmagns í ríkinu og veðurofsinn hefur hamlað björgunarstarfi. Tveir hafa látist fram að þessu, í Houston og í nágrenni borgarinnar Rockport, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Reuters-fréttastofan segir að í Houston hafi kona látist í bíl sínum þegar hún ók eftir götu sem vatn hafði flætt yfir. Í Rockport fórst manneskja í eldi í húsi. Átján hundruð hermenn hafa verið ræstir út til að hjálpa við björgunarstarf og viðgerðir. Veðurstofan hefur jafnframt varað við því að stormurinn sé svo öflugur að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. Reuters segir að Harvey sé öflugasti stormur í Texas í fimmtíu ár.Miklar skemmdir urðu á baptistakirkju í Rockport. Borgin er sögð hafa orðið einna verst úti í hamförunum.Vísir/AFP Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Regn úr hitabeltisstorminum Harvey heldur áfram að berja Texas í Bandaríkjunum og varar Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston við banvænum skyndiflóðum af völdum hennar. Staðfest er að tveir hafi látist í hamförunum. Gríðarleg úrkoma hefur fylgt Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld en er nú flokkaður sem hitabeltisstormur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segir að í borgunum Houston og Corpus Christi hafi 50 sentímetra úrkoma þegar fallið. Von gæti verið á 40 sentímetrum til viðbótar áður en storminum slotar um miðja viku.Harvey skilur eftir sig slóð eyðileggingar.Vísir/AFPÖflugasti stormurinn í hálfa öldÞúsundir manna eru án rafmagns í ríkinu og veðurofsinn hefur hamlað björgunarstarfi. Tveir hafa látist fram að þessu, í Houston og í nágrenni borgarinnar Rockport, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Reuters-fréttastofan segir að í Houston hafi kona látist í bíl sínum þegar hún ók eftir götu sem vatn hafði flætt yfir. Í Rockport fórst manneskja í eldi í húsi. Átján hundruð hermenn hafa verið ræstir út til að hjálpa við björgunarstarf og viðgerðir. Veðurstofan hefur jafnframt varað við því að stormurinn sé svo öflugur að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. Reuters segir að Harvey sé öflugasti stormur í Texas í fimmtíu ár.Miklar skemmdir urðu á baptistakirkju í Rockport. Borgin er sögð hafa orðið einna verst úti í hamförunum.Vísir/AFP
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31
Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51