Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 08:42 Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir hjarta sitt slá í Kópavogi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi. Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00