Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2017 23:30 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið undan austurströnd Kóreuskaga. Fréttastofa AP greinir frá.Flugskeytunum var skotið á loft frá Gangwon-héraði. Suður-kóresk hermálayfirvöld segja að flugskeytin hafi flogið í norðausturátt í um það bil 250 kílómetra áður en þau lentu í sjónum. Talið er að um skammdræg flugskeyti hafi verið að ræða. Norður-Kórea hefur á undanförnum vikum lagt aukna áherslu á skotflaugaæfingar og vinnur herinn að því að fullkomna langdrægt flugskeyti sem hægt væri að skjóta á skotmörk í Bandaríkjunum. Mikil spenna hljóp í samskiptin á Kóreu-skaga þegar langdrægu flugskeyti var skotið á loft af norður-kóreska hernum. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu hótað að skjóta flugskeytum á Guam í Kyrrahafi þar sem Bandaríkin býr yfir herstöðvum. Umfangsmikil heræfing suður-kóreska hersins og þess bandaríska stendur nú yfir á Kóreu-skaga og má reikna með að flugskeytaæfing Norður-Kóreu sé svar við æfingunni. Sérfræðingar á vegum Suður-Kóreuhers og Bandaríkjahers vinna nú að því að bera kennsl á flugskeytin sem skotið var á loft. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram "Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru. 12. ágúst 2017 07:59 Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Utanríkisráðherra segir að Kóreudeilan varði heimsbyggðina alla Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. 10. ágúst 2017 13:56 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga Sagðir hafa þróað og framleitt kjarnorkuvopn sem koma megi fyrir í langdrægum eldflaugum. 8. ágúst 2017 18:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið undan austurströnd Kóreuskaga. Fréttastofa AP greinir frá.Flugskeytunum var skotið á loft frá Gangwon-héraði. Suður-kóresk hermálayfirvöld segja að flugskeytin hafi flogið í norðausturátt í um það bil 250 kílómetra áður en þau lentu í sjónum. Talið er að um skammdræg flugskeyti hafi verið að ræða. Norður-Kórea hefur á undanförnum vikum lagt aukna áherslu á skotflaugaæfingar og vinnur herinn að því að fullkomna langdrægt flugskeyti sem hægt væri að skjóta á skotmörk í Bandaríkjunum. Mikil spenna hljóp í samskiptin á Kóreu-skaga þegar langdrægu flugskeyti var skotið á loft af norður-kóreska hernum. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu hótað að skjóta flugskeytum á Guam í Kyrrahafi þar sem Bandaríkin býr yfir herstöðvum. Umfangsmikil heræfing suður-kóreska hersins og þess bandaríska stendur nú yfir á Kóreu-skaga og má reikna með að flugskeytaæfing Norður-Kóreu sé svar við æfingunni. Sérfræðingar á vegum Suður-Kóreuhers og Bandaríkjahers vinna nú að því að bera kennsl á flugskeytin sem skotið var á loft.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram "Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru. 12. ágúst 2017 07:59 Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Utanríkisráðherra segir að Kóreudeilan varði heimsbyggðina alla Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. 10. ágúst 2017 13:56 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga Sagðir hafa þróað og framleitt kjarnorkuvopn sem koma megi fyrir í langdrægum eldflaugum. 8. ágúst 2017 18:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram "Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru. 12. ágúst 2017 07:59
Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Utanríkisráðherra segir að Kóreudeilan varði heimsbyggðina alla Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. 10. ágúst 2017 13:56
Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11
Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga Sagðir hafa þróað og framleitt kjarnorkuvopn sem koma megi fyrir í langdrægum eldflaugum. 8. ágúst 2017 18:09