Þessi sjá um Skaupið í ár Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 16:19 Magnús Magnús Magnússon, maðurinn sem gat ekki tekið víkingaklappið, kom fyrir í skaupinu í fyrra. mynd/skjáskot Rúv hefur valið einvalalið grínista úr hópi umsækjenda um gerð Áramótaskaupsins árið 2017. Leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad sem unnu til Edduverðlauna á árinu sem besta leikna efnið. Arnór verður einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiða handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hópurinn hefur þegar hafið handritaskrif og stríðir við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember en þangað til læsa höfundar sig inni á leynilegum stað og kryfja árið til mergjar. Framleiðsla verður í höndum Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Hópurinn sem sér um Skaupi í ár. Efri röð frá vinstri til hægri: Dóra, Anna Svala, Arnór. Neðri röð frá vinstri til hægri: Bergur Ebbi, Dóri DNA og Saga Garðars. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Rúv hefur valið einvalalið grínista úr hópi umsækjenda um gerð Áramótaskaupsins árið 2017. Leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad sem unnu til Edduverðlauna á árinu sem besta leikna efnið. Arnór verður einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiða handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hópurinn hefur þegar hafið handritaskrif og stríðir við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember en þangað til læsa höfundar sig inni á leynilegum stað og kryfja árið til mergjar. Framleiðsla verður í höndum Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Hópurinn sem sér um Skaupi í ár. Efri röð frá vinstri til hægri: Dóra, Anna Svala, Arnór. Neðri röð frá vinstri til hægri: Bergur Ebbi, Dóri DNA og Saga Garðars.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira