Viðreisn eini flokkurinn sem fékk tvöfalt hámarksframlag Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Ráðherrar Viðreisnar, Benedikt, Þorgerður og Þorsteinn. vísir/eyþór Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00
Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00