McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári.
„Ég er afar ánægður með að liðið hafi nú formlega tilkynnt að ég muni aka bíl þess á næsta ári vegna þess að það gerir mér kleift að einbeita mér betur að seinni helmingin míns fyrsta tímabils í Formúlu 1. Nú hef ég bara því starfi að sinna að ná sem mestu út úr bílnum mínum, verkfræðingum og öllu öðru í kringum mig,“ sagði Vandoorne.
Hann þarf þá ekki á meðan að einbeita sér að pólitíkinni sem oft einkennir ökumannsmarkaðinn í Formúlu 1.
„Eins og allir nýliðar hefur hann þurft að læra margt á fyrri helmingi fyrsta tímabils síns í Formúlu 1. Við höfum mikla trú á honum og hann verður betri og betri. Liðsfélagi hans [Fernando Alonso] er erfiður keppinautur, það er vansagt raunar, vegna þess að hann er sennilega sá besti í íþróttinni í dag. Við erum sannfærð um að Stoffel muni ná frábærum árangri með okkur í framtíðinni,“ sagði Eric Boullier.
